Jónfrí & Co. kynnir lagið „Skipaskagi“
Bæjarfjallið og þorpið sem ól mig upp
Jónfrí sendir frá sér lagið Skipaskagi fimmtudaginn 11. janúar. Er þetta þriðja smáskífa sveitarinnar af væntanlegri breiðskífu sem ber heitið Draumur um Bronco.
Lagið er endurminning um fjöll, fjórðungssjúkrahús og þorpin sem ala okkur upp. Stálheiðarlegt hversdagspopp sem slær nýjan tón í hljóðheim sveitarinnar.




Lagið fjallar einum þræði um frelsi æskunnar og þorpið sem ól mig upp en líka um ást okkar á fjöllum. Flestir eiga sitt fjall, og Akrafjall er mitt. Bæjarfjallið.
Mig langaði bara að semja fallegt lag og segja takk fyrir mig. Takk fyrir Merkutún, Axelsbúð og Haraldarplan. Takk fyrir Langasand, körfuboltaæðið og Akraborgina. Takk 🖤

„Þetta lag stendur mjög nærri hjarta mínu af fjölmörgum ástæðum - og þess vegna þótti mér svo vænt um þegar við vorum að velja þriðju smáskífuna af plötunni voru það strákarnir í bandinu sem sögðu; þetta er lagið.“
Jón Frímannsson syngur og spilar á rafmagnsgítar, Funi Jónsson spilar á Rhodes, Birgir Hansen leikur á bassa, Sölvi Steinn Jónsson á trommur og Óttar Sæmundssen syngur bakraddir.
Albert Finnbogason hljóðblandar og Glenn Schick hljómjafnaði.

Jónfrí er listamannsnafn Jóns Frímannssonar, sem er stemmningsmaður í Vesturbænum og plötusnúður á eftirlaunum. Hljómsveitina skipa auk Jóns; Birgir Hansen á bassa, Sölvi Steinn Jónsson á trommur og Sveinbjörn Hafsteinsson á gítar og allskonar.
Sérstakar þakkir fá Funi Jónsson fyrir Rhodes spilerí, Óttar Sæmundssen fyrir raddir. Albert Finnbogason hljóðblandaði og Glenn Schick hljómjafnaði.
Skipaskagi
Lag & texi: Jón Frímannsson
Sprerri eyrun eftir sjávarnið
Hvar sem báru fellur að
Lít í myrkrin’yfir flóann
Ljósin þín - auðvitað
Óóó Skipaskagi
Þú átt mikið í mér
Mikið í mér, mikið í mér
Bjart er bæjarfjallið klíf ég þig nú Háihnúkur
Nú er fössari þá er svo næs að vera mjúkur
Bjart er bæjarfjallið klíf ég þig nú Háihnúkur
Fæddur á fjórðungssjúkrahúsinu
áttatíu og tvö
Man ekk’ alveg
það var öðru hvoru megin við sjö
Óóó Skipaskagi
Þú átt mikið í mér
Mikið í mér, mikið í mér
Bjart er bæjarfjallið klíf ég þig nú Háihnúkur
Nú er fössari þá er svo næs að vera mjúkur
Bjart er bæjarfjallið klíf ég þig nú Háihnúkur