Jónfrí & Co. kynnir plötuna
Draumur um Bronco
Jónfrí sendir frá sér plötuna Draumur um Bronco fimmtudaginn 14. mars næstkomandi. Þetta er fyrsta plata sveitarinnar, kærulaust hversdagspopp um hina eilífu leit að réttu stemmningunni.
Jónfrí vakti fyrst athygli með laginu „Andalúsía“, seint síðasta sumar og fylgdu því eftir með lögunum „Aprílmáni“ og „Skipaskagi“.





