Jónfrí & Co. kynnir plötuna

Draumur um Bronco

Jónfrí sendir frá sér plötuna Draumur um Bronco fimmtudaginn 14. mars næstkomandi. Þetta er fyrsta plata sveitarinnar, kærulaust hversdagspopp um hina eilífu leit að réttu stemmningunni.

Jónfrí vakti fyrst athygli með laginu „Andalúsía“, seint síðasta sumar og fylgdu því eftir með lögunum „Aprílmáni“ og „Skipaskagi“.

Jónfrí er hliðarsjálf Jóns Frímannssonar, sem semur lög og texta, syngur og spilar á gítar. Einnig skipa sveitina Birgir Hansen á bassa, Sölvi Steinn Jónsson á trommur og Sveinbjörn Hafsteinsson á gítar og allskonar.

Platan er nú fáanleg á streymisveitum og í öllum betri hljómplötuverslunum. Vínyl útgáfan er hönnuð af Bobby Breiðholt og þykir sérlega glæsileg.

Fjöldi góðra gesta kemur fram á plötunni; Tómas Jónsson á ýmis hljómborð, Kristinn Þór Óskarsson á hljóðgerfla, Funi Jónsson á hljómborð, Reynir Snær Magnússon á rafmagnsgítar, Rakel Sigurðardóttir og Stefán Björnsson Önundarson syngja bakraddir, Óttar Sæmundssen á bassa og bakraddir og Kjartan Baldursson á Pedalsteel gítar.

Magnús Árni Øder Kristinsson og Albert Finnbogason skiptu plötunni nokkuð jafnt á milli sín og hljóðblönduðu en hljómjöfnun var í höndum Glenn Schick.

Í kjölfar útgáfunnar mun Jónfrí þeyta partýlúðra og halda glæsilega útgáfutónleika í Iðnó þann 17. maí næstkomandi. Þar mun einnig koma fram indie sveitin Julian Civilian sem hafa verið að gera frábært mót upp á síkastið.

Það verður sápukúluvél og það verður gaman.