Jónfrí kynnir:„23“ Jónfrí sendir frá sér „23“. Svífandi indí slagara um sundferð á Suðureyri, náungakærleik og hina eilífu leit að diskóljósum. Lagið er af væntanlegri plötu Jónfrí, Djúpfalsað efni - hvers meginstef er nútíminn og það samfélag sem við erum að skapa okkur. Lagið er eftir Jón Frímannsson og Birgi Hansen.Birgir syngur og spilar á gítar, Jón spilar bassa, Sveinbjörn er á gítar og Sölvi Steinn Jónsson trommar. Daði Birgisson spilar á öll hljómborð.Kristinn Þór Óskarsson pródúsar lagið, Magnús Öder hljóðblandaði og Glenn Schick masterar.