Jónfrí & Ólafur Bjarki kynna lagið „Gott og vel“

Dularfullt diskó fyrir neðra þilfarið

Jónfrí og Ólafur Bjarki senda frá sér „Gott og vel“, dularfullan diskódúett fyrir neðra þilfarið, þar sem nóttin er ung og hljóðkerfið er í botni.

Hlusta núna

Það er engin tilviljun að lagið er 120 slög á mínútu, en þannig slær mannshjartað þegar við dönsum diskó. 



Jónfrí & Ólafur Bjarki semja, syngja, pródúsa og spila. Sölvi Steinn Jónsson trommar, Jóel Pálsson spilar á saxafón og bassaklarinett og Tómas Jónsson á ýmis hljómborð.

Lagið er hljóðblandað af Magnúsi Öder og masterað af Glenn Schick.

Gott og vel er væntanlegt á streymisveitur þann 6. júní 2024.

Gott og vel

Væri þér

Sama þó ég syngji?

Um sumarnætur

Í Húnaþingi

Og nælonþoku

Við næturþel

Þú þekkir mig alltof vel

Gott og vel

Þú mátt

Alveg eiga þetta lag

Hvar sem þú ert í dag

Ert í dag

Þú baðst mig um að bíða

Þú baðst mig um að bíða

Þú baðst mig um að bíða

Gott og vel

Gott og vel

Gott og vel

Þú baðst mig um að bíða

Þú baðst mig um að bíða

Þú baðst mig um að bíða

Gott og vel

Gott og vel

Gott og vel