Jónfrí flokkurinn kynnir
„Gamlar venjur deyja seint“
Jónfrí sendir frá sér lagið „Gamlar venjur deyja seint“. Tveir hljómar, lo-fi gítarar og draumkenndir synthar. Ekkert vesen.
Áminning um að gleyma ekki ástinni þegar veröldin virðist svört.
Samið um hánótt í hendingskasti og hljóðritað í Sundlauginni í rólegheitum.





Lagið er af væntanlegri plötu Jónfrí, Djúpfalsað efni - hvers meginstef er nútíminn og það samfélag sem við erum að skapa okkur.
Ákall um einfaldara líf. Áminning um að gleyma ekki að elska.
Jónfrí semur, syngur og spilar gítar. Sölvi Steinn Jónsson trommar, Birgir Hansen spilar bassa, Sveinbjörn Hafsteinsson spilar á gítar og charango og Daði Birgisson spilar á Rhodes.
Kristinn Þór Óskarsson pródúsar, spilar Moog sóló og ýmsa syntha og syngur bakraddir.
Lagið er hljóðblandað af Magnúsi Öder og masterað af Glenn Schick.
Gamlar venjur deyja seint er væntanlegt á streymisveitur þann 7. febrúar 2024.
Gamlar venjur deyja seint
Lag & texti: Jón Frímannsson
Bölvuð síðhipster skynsemin
Segir sittu kyrr
Lærði seint að hlusta á’ðig
Það byrja flestir fyrr
Hvað er áratugur milli vina?
Tími flýgur hjá
Hvað þegar sýningin er búin?
Hvað gerir maður þá?
Hugsum hana, og hennar hjartasöng
Geri það af gömlum vana
Sumardægrin löng
Hugsum hana, og hennar hjartasöng
Geri það af gömlum vana
Sumardægrin löng
Amstrið alveg að drepa mann
Öllu æðir fram
Margt er löngu löngu búið
Og meira framundan
Hugsum hana, og hennar hjartasöng
Geri það af gömlum vana
Sumardægrin löng
Hugsum hana, óóó ó ó
Hugsum hana, óóó ó ó
Ég hugsum hana, og hennar hjartasöng
Geri það af gömlum vana
Sumardægrin löng
Hugsum hana, óóó ó ó
Hugsum hana, óóó ó ó